Velkomin á heimasíðu Benedikts Gunnarssonar

Á þessari vefsíðu er haldið utan um ævistarf Benedikts Gunnarssonar listmálara (1929-2018) sem var einn af brautryðjendum abstraktlistar á Íslandi. Markmiðið með þessari síðu er að veita lesendum yfirlit um verk Benedikts, sem spana yfir sex áratugi. Einnig er fjallað um manninn sjálfan og er hægt að finna ferilskrá og viðtöl, svo eitthvað sé nefnt.

Þá er hægt að skoða málverkasýningu í sýndarveruleika af heimili Benedikts, sem er þrívíddarlíkan útbúið úr um 1500 ljósmyndum teknum í mars 2019.

Afkomendur Benedikts halda utan um vefsíðuna og uppfæra hana reglulega.

b49.jpg