Benedikt Gunnarsson

Bene­dikt fædd­ist 14. júlí 1929 á Suður­eyri við Súg­anda­fjörð. For­eldr­ar Bene­dikts voru Gunn­ar Hall­dórs­son verkamaður, f. 1898, d. 1964, og Sigrún Bene­dikts­dótt­ir hús­móðir, f. 1891, d. 1982.

Bene­dikt lauk gagn­fræðaprófi frá Núps­skóla við Dýra­fjörð 1945, stundaði nám við Handíða- og mynd­list­ar­skól­ann í Reykja­vík 1945-48, við Lista­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn (Det kong­elige aka­demi for de skønne kun­ster) og við teikni­skóla P. Rostrup Bøyesens, list­mál­ara á Statens muse­um for kunst í Kaup­manna­höfn 1948-50, var við nám og list­sköp­un í Par­ís 1950-53, m.a. við Aca­démie de la Grande Chaumiére, og í Madrid 1953-54, og stundaði mynd­fræðileg­ar rann­sókn­ir við Louvre-lista­safnið i Par­ís og Pra­do-lista­safnið í Madrid. Þá lauk hann mynd­list­ar­kenn­ara­prófi frá Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands 1964.

Bene­dikt var kenn­ari við Mynd­list­ar­skóla Vest­manna­eyja 1958-59, við Gagn­fræðaskól­ann við Lind­ar­götu í Reykja­vík 1960-62, við Mynd­lista- og handíðaskóla Íslands 1959-68 og við Kenn­ara­skóla Íslands,síðan Kenn­ara­há­skóla Íslands frá 1965. Hann var lektor við KHÍ frá 1977 og dós­ent þar frá 1998. Kenndi mynd­list við Lista­fé­lag MR 1965-1966 og Lista­fé­lag VR 1985-1987.

Bene­dikt hélt á þriðja tug einka­sýn­inga hér­lend­is og eina í Par­ís, í La gal­erie Saint-Placide 1953. Hann tók þátt í tutt­ugu og þrem­ur sam­sýn­ing­um víða um heim, m.a. á öll­um Norður­lönd­un­un, Þýskalandi, Frakklandi, Ítal­íu, Rússlandi, Kan­ada, Banda­ríkj­un­um, Bretlandi og í Ástr­al­íu og fjölda sam­sýn­inga á Íslandi.

Mál­verk eft­ir Bene­dikt eru m.a. í Lista­safni Íslands, Lista­safni Kópa­vogs, Lista­safni ASÍ, mörg­um bæj­arlista­söfn­um og í fjöl­mörg­um einka­söfn­um og stofn­un­um. Enn­frem­ur verk í er­lend­um söfn­um, m.a. í Kan­ada, Banda­ríkj­un­um, Sviss, Þýskalandi, Mexí­kó, Kól­umb­íu, Dan­mörku, Svíþjóð og í Ben Guri­on-há­skól­an­um í Ísra­el.

Hann hef­ur gert stór­ar vegg­mynd­ir og steinda glugga í nokkr­ar op­in­ber­ar bygg­ing­ar hér­lend­is, s.s. í Grunn­skól­ann á Hofsósi og Vík í Mýr­dal, í Héraðsskól­ann að Skóg­um, Kefla­vík­ur­kirkju, Há­bæj­ar­kirkju í Þykkvabæ, Fá­skrúðarbakka­kirkju, Suður­eyr­ar­kirkju og í Há­teigs­kirkju í Reykja­vík.

Bene­dikt sat í stjórn FÍM og í stjórn Nor­ræna list­banda­lags­ins 1958-60 og í sýn­ing­ar­nefnd FÍM 1965-72. Hann var próf­dóm­ari við MHÍ 1975-77. Fór til Rúss­lands sem full­trúi og um­sjón­ar­maður sýn­ing­ar ungra ís­lenskra mynd­list­ar­manna, á alþjóðlegri list­sýn­ingu í Moskvu 1957. Hann myndskreytti og gerði káp­ur á fjölda bóka og tíma­rita, m.a. list­tíma­ritið Birt­ing. Þá var hann út­nefnd­ur heiðurslistamaður Kópa­vogs árið 2002.


Ferilskrá

Efni þessarar síðu er byggt á Upplýsingavef um myndlist og myndhöfunda á Íslandi (UMM). Síðan er ekki tæmandi.


Nám

1981: Námskeið í veggmyndatækni. Det Kongelige danske Kunstakademi, Kaupmannahöfn, Danmörku

1964: Myndlista-og handíðaskóli Íslands, Reykjavík

1950-1952: Academi de la Grande Chaumier, París, Frakklandi

1948-1950: Det kongelige Akademi for de skønne Kunster, Kaupmannahöfn, Danmörku

1945-1948: Myndlista-og handíðaskóli Íslands, Reykjavík


Verk í opinberri eigu

1998, 200, 2001: Suðureyrarkirkja, Súgandafirði

1994: Fáskrúðarbakkakirkja, Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi

1992: Háteigskirkja, Reykjavík

1986: Háteigskirkja, Reykjavík

1981: Hábæjarkirkja, Þykkvabæ

1978: Héraðsskólinn að Skógum, Rangárvallasýslu

1977: Keflavíkurkirkja, Keflavík

1976: Grunnskólinn í Vík í Mýrdal

1974: Grunnskólinn á Hofsósi

1972: Breiðabólsstaðarkirkja, Snæfellsnesi

1950: Héraðsskólinn að Skógum, Rangárvallasýsla

Árneskirkja, Strandasýslu

Ben Gurion háskólinn, Negev-Beersheva, Ísrael

Biskupsstofa, Reykjavík

Breiðabólstaðakirkja, Snæfellsnesi

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, Kópavogi

Gagnfræðaskólinn á Ísafirði, Ísafirði

Grunnskólinn að Hrafnagili, Eyjafjarðarsýslu

Hjúkrunarskóli Íslands, Reykjavík

Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík

Kópavogsskóli, Kópavogi

Landsbanki Íslands, Vík í Mýrdal

Landspítalinn, Reykjavík

Lýðháskólinn í Kungälv, Svíþjóð

Menntaskólinn í Kópavogi, Kópavogi

Menntaskólinn í Reykjavík, Reykjavík

Menntaskólinn við Hamrahlíð, Reykjavík

Námsgagnastofnun, Reykjavík

Seðlabanki Íslands, Reykjavík

Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, Kaupmannahöfn, Danmörk

Sjúkrahús Keflavíkur, Keflavík

Stafkirkjan í Vestmannaeyjum

Ráðhúsið í Stokkhólmsborg, Svíþjóð

Sýslumannsembættið í Kópavogi, Kópavogi

Tryggingastofnun ríkisins, Reykjavík

Varmalandsskóli, Borgarfirði

Vestmannaeyjabær, Vestmannaeyjum

Þroskaþjálfaskóli Íslands, Reykjavík

Verk í annarra eigu

2001: Álfhólsvegur 15, Kópavogi

1995: BYKO, Kópavogi

Bridgefélag Klakksvíkur, Klakksvík, Færeyjum

Flugleiðir, Reykjavík

Hótel Holt, Reykjavík

K.F.U.M. í Vatnaskógi

K.F.U.M. og K.F.U.K., Reykjavík

Kaupfélag Hornafjarðar, A-Skaftafellssýslu

Náttúrulækningafélag Íslands, Hveragerði

Norðurtangi, Ísafirði

Oddfellowreglan, Reykjavík

Sparisjóður Kópavogs

Sparisjóður Mýrarsýslu

Sparisjóður Önfirðinga, Flateyri

Sparisjóðurinn í Keflavík, Keflavík

Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Reykjavík

Ýmis einskasöfn og einstaklingar

Verk í eigu safna hér

2019: Listasafn Reykjavíkur, Reykjavík

2019: Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn, Kópavogi

2019: Listasafn Reykjanesbæjar, Reykjanesbæ

2019: Listasafn Íslands, Reykjavík

1983: Listasafn Borgarness, Borgarnesi

1983: Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn, Kópavogi

1979: Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn, Kópavogi

1975: Listasafn ASÍ, Reykjavík

1973: Listasafn Íslands, Reykjavík

1968: Listasafn Íslands, Reykjavík

1967: Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn, Kópavogi

1963: Listasafn Íslands, Reykjavík

1954: Listasafn ÍslandsReykjavík


Vinnuferill v/myndlistar

1999: Fyrirlestrar. Háteigskirkja. Reykjavík. Á vegum kristilegs félags heilbrigðisstétta í Reykjavík

1998: Fyrirlestrar. Hallgrímskirkja Reykjavík. Fyrirlestur byggður m.a. á málverkasýningu listamannsins í kirkjunni

1997: Fyrirlestrar. Háteigskirkja Reykjavík. List, trú og samfélag

1996: Kennslustörf. Kennaraháskóli Íslands. Leiðsögukennari við lokaritgerð nemenda til B.E.D. gráðu

1996: Fyrirlestrar. Háteigskirkja Reykjavík. List, trú og uppeldi

1995: Myndskreytingar. Gangleri 69. árg haust. Í víddum huga og himindjúps. Forsíðumynd

1995: Myndskreytingar. Gangleri 69. árg. vor. Reykjavík. Leiðarljós. Forsíðumynd og með grein

1994-1996: Ýmis verkefni. Listkynning hérlendis og erlendis í listasöfnum og kirkjum. Á vegum ferðaskrifstofunar Prima

1993: Ýmis verkefni. Umsjón og fyrirlestrar í námsferð nemenda myndmenntadeildar KHÍ til Parísar

1992: Nefndir og ráð. Dómnefnd um hæfismat umsækjenda dósentstöðu í myndmennt KHÍ.

1990-1999: Fyrirlestrar. Háteigskirkja Reykjavík. Skörun trúar, myndlistar, byggingarlistar og uppeldis. Á vegum KHÍ

1990: Fyrirlestrar. Háteigskirkja í Reykjavík. List, trú og uppeldi

1989: Fyrirlestrar. Háteigskirkja, Reykjavík og Keflavíkurkirkja. Ný dögun. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð

1989: Myndskreytingar. IOGT Reykjavík. Gegn vímuefnum. Veggspjald

1989: Samkeppnir. Lokuð samkeppni um gerð altaristöflu í Kópavogskirkju

1988: Greinaskrif. Dynskógar 4. Líf og land, s. 171-173

1988: Nefndir og ráð. Formaður dómnefndar um hæfismat umsækjenda lektorstöðu í myndment KHÍ

1986: Samkeppnir. Lokuð samkeppni um gerð altarisverks í Háteigskirkju í Reykjavík. 1. verðlaun.

1985-1987: Kennslustörf. Listafélag Verslunarmannafélags Reykjavíkur

1985: Nefndir og ráð. Formaður dómnefndar um hæfismat umsækjenda dósentstöðu í myndmennt KHÍ

1985: Greinaskrif. Afmælisrit Keflavíkurkirkju. Ávarp og greinarg. við vígslu steindra gluggamynda í Keflavíkurkirkju 1977

1984: Myndskreytingar. IOGT Reykjavík. Gegn vímuefnum. Veggspjald

1982: Kennslustörf. Myndlistarskólinn í Reykjavík

1980: Myndskreytingar. Slysavarnarfélag Íslands Reykjavík. Veggspjald

1978-1979: Ýmis verkefni. Kvikmyndin Sesselja. Teiknaði og málaði manna- og umhverfismyndir fyrir nærmyndatökur

1978: Myndskreytingar. IOGT Reykjavík. Gegn vímuefnum. Veggspjald

1975-1978: Prófdómari. Myndlista- og handíðaskóli Íslands. Myndlista- og myndmenntakennaradeild

1975: Samkeppnir. Lokuð samkeppni um gerð myndverks fyrir Sparisjóð Keflavíkur. 1 verðlaun

1971-1999: Kennslustörf. Kennaraháskóli Íslands. Lektor frá 1977, dósent frá 1998

1970-1972: Kennslustörf. Námsflokkar Kópavogs

1970: Myndskreytingar. Kársnes- og Digranesprestakall. Myndstimplar kirknanna

1968-1971: Kennslustörf. Einkakennsla fyrir nemendur vegna inntökuprófs í MHÍ

1965-1972: Félagsstörf

1965-1971: Kennslustörf. Kennaraskóli Íslands

1964-1967: Prófdómari. Kennaraháskóli Íslands

1964-1966: Kennslustörf. Listafélag Menntaskólans í Reykjavík

1964: Ýmis verkefni. Leikfélagið Gríma. Reiknivélin eftir Erling Halldórsson. Leikmynd

1961-1964: Ýmis verkefni. Náms- og starfskynningar framhaldsskóla í Reykjavík. Stjórnandi Ólafur Gunnarsson sálfr.

1960-1963: Ýmis verkefni. Skipulagsstörf tengd litavali í skólabyggingum. Á vegum Húsameistara ríkisins

1960-1962: Kennslustörf. Gagnfræðaskólinn við Lindargötu. Reykjavík

1959-1968: Kennslustörf. Myndlista- og handíðaskóli Íslands, Reykjavík. Myndlistadeild og barna- og unglingadeild

1958-1960: Félagsstörf

1958-1960: Félagsstörf

1958-1959: Kennslustörf. Myndlistarskóli Vestmannaeyja

1957: Ýmis verkefni. Umsjónarmaður með þátttöku ungra íslenskra myndlistarmanna í sýningu í Moskvu

1954.05: Útvarpserindi. RÚV. Íslensk myndlist

1954: Greinaskrif. Birtingur 2. árg. 4. Þar sem eftirlíking náttúrufyrirbæra líkur upphefst hin sanna list, s. 65-67

?-1972: Félagsstörf. Fulltrúi stjórnar félagsins Foreningen Kunst på arbejdspladsen í Kaupmannahöfn v/ listaverkakaupa fyrir félagið hér á landi o.fl.

Meðlimur félaga

FÍM - Félag íslenskra myndlistarmanna

SÍM - Samband íslenskra myndlistarmanna

Styrkir og viðurkenningar

2002: Viðurkenningar. Skálholt, staðarlistamaður

2002: Viðurkenningar. Kópavogsbær, heiðurslistamaður

1994: Starfslaun. Kópavogsbær, bæjarlistamaður

1991: Starfslaun. Listasjóður, 1 mán.

1986: Styrkir. Menntamálaráð Íslands, rannsóknar- og ferðastyrkur

1965: Styrkir. Menntamálaráð Íslands, rannsóknar- og ferðastyrkur

Starfslaun. Menntamálaráðuneytið, listamannalaun